Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson fögnuðu nýverið danska meistaratitlinum með liði sínu FCK í Kaupmannahöfn.
Þetta var annar titill félagsins á tímabilinu en FCK er einnig bikarmeistari 2023.
Hákon Arnar og Ísak Bergmann fögnuðu þessum titli í fyrra með FCK en þetta er í 15. sinn sem félagið er danskur meistari. FCK hefur sigrað í dönsku bikarkeppni alls 9 sinnum.
Frábært tímabil hjá þeim félögum sem hófu sinn feril með ÍA á Akranesi.