Vistvæn græn orka knýr nýja strætisvagna á götum Akraness

 

Á næstu dögum verða tveir rafmagnsknúnir strætisvagnar teknir í notkun hér á Akranesi. 

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. fengu rúturnar afhentar í gær en fyrirtækið er með samning um strætisvagnaþjónustu á Akranesi allt fram til ársins 2029

Á sínum tíma buðu þrjú fyrirtæki í akstursþjónustuna en Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. hafa sinnt þessari þjónustu frá árinu 2009 og hefur einn vagn verið í notkun á akstursleiðinni. S.l. haust var bætt við akstursþjónustuna með öðrum vagni sem sinnir akstri á álagstímum.