Gamla Kaupfélagið lokar í núverandi mynd – og blæs til kveðjuveislu á Írskum dögum

Breytingar verða á rekstri Gamla Kaupfélagsins í sumar.

Frá og með 1. júlí loka Gamla Kaupfélagið í núverandi mynd.

Ástæður breytingana eru þær að miklar endurbætur verða gerðar á húsnæðinu við Kirkjubrautina á næstu mánuðum.

Óróðið er hvaða starfsemi tekur við í húsnæðinu – en í tilkynningu frá Gamla Kaupfélaginu kemur fram að ýmsar hugmyndir séu uppi á borðinu hvað framhaldið varðar. 

Föstudaginn 30. júní verður mikil „kveðjuveisla“ í portinu við Gamla Kaupfélagið á Írskum dögum.