Það gekk mikið á þegar lið Kára mætti sameiginlegu lið Kormáks og Hvatar í dag í 2. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu s.l. sunnudag.
Gestirnir frá Blönduósi komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Papa Diounkou Tecagne kom boltanum yfir marklínu heimamanna.
Það gekk mikið á í leiknum og umdeildur atburður átti sér stað þegar Alberto Sánchez Montilla beit Hilmar Halldórsson í fótinn þegar þeir lágu saman hlið við hlið eftir samstuð. Hilmar Halldórsson þurfti aðhlynningu og fór í stífkrampasprautu í dag eftir þetta ógeðfellda athæfi.
Alberto Sánchez Montilla fékk rautt spjald í kjölfarið og einnig Marinó Hilmar Ásgeirsson leikmaður Kára.
Guðfinnur Þór Leósson skoraði jöfnunarmark Kára á 4 mínútu í uppbótartíma – en hann fékk tækifæri til að tryggja sigurinn með vítaspyrnu sem lið Kára fékk þegar 7 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma – en spyrnan fór ekki í markið.