Skagmaðurinn efnilegi, Daníel Ingi Jóhannesson, tryggði ÍA 1-0 sigur gegn Ægi í Þorlákshöfn þegar liðin áttust við í Lengjudeildinni s.l. föstudag.
Daníel Ingi varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu ÍA til að skora mark í deildarleik fyrir karlaliðið. Daníel Ingi var 16 ára og 67 daga gamall þegar hann skoraði markið. Arnar Bergmann Gunnlaugsson átti metið þegar hann skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík árið 1989
Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is mun Daníel Ingi ganga í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland en Daníel Ingi samdi nýverið við félagið.
Þar með fetar hann í fótspor eldri bróður síns en Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með FCK í Kaupmannahöfn.
Markið má sjá hér fyrir neðan hjá ÍATV.
Daniel Ingi Jóhannesson varð í gær sá yngsti (16 ára og 67 daga gamall) til að skora deildarmark fyrir ÍA og bætti þar með 34 ára gamalt met Arnars Gunnlaugssonar um mánuð.
— ÍATV (@ia_sjonvarp) June 10, 2023
Daniel Ingi er nú bæði orðinn sá yngsti til leika og skora fyrir ÍA.#fotboltinet pic.twitter.com/ppXpZDjdMn