Búkolla, vinnuhluti Fjöliðjunnar og áhaldahús verða sameinuð í nýju 2500 fermetra húsi

Lokaskýrsla stýrihóps um uppbyggingu á Kalmansvöllum 5 var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Akraness þann 11. maí s.l.

Skýrslan hefur nú verið birt. Um er að ræða hús þar sem að fjölbreytt starfsemi verður undir sama þaki. Má þar nefna Vinnuhluta Fjöliðjunnar, nytjamarkaðinn Búkollu og áhaldahús Akraneskaupstaðar. 

Í skýrslunni er gert ráð fyrir húsi á tveimur hæðum, sem er 1.375 fermetrar að grunnfleti. Efri hæð hússins er 1150 fermetrar og samtals er húsið því 2.525 fermetrar.  

Í skýrslunni kemur fram að stýrihópurinn telur að framlagt húsnæði verði mikil upplyfting fyrir þá starfsemi sem er fyrirhuguð í húsnæðinu. Húsnæðið uppfylli allar nútímakröfur um aðbúnað fyrir starfsfólk. Lagt er til að byggt verði hús úr forsteyptum einingum.  

Smelltu hér eða á myndina til að lesa skýrsluna í heild sinni.