„Járnkallinn“ Almar bætti sinn besta tíma í „Ironman- þríþraut“ í Hamborg

Skagamaðurinn Almar Björn Viðarsson heldur áfram að bæta afrek sín í þolíþróttum en hann tók nýverið þátt í „Ironman“ þríþrautarkeppni í Hamborg í Þýskalandi. Þetta var í þriðja sinn sem Almar tekur þátt í Ironman.

Þar náði Almar sínum besta árangri en hann endaði í 155. sæti í aldursflokknum 40-44 ára.

Í heildarkeppninni endaði Almar í 762. sæti af rúmlega 1800 keppendum. Almar var rétt tæplega 11 klukkustundir að klára keppnina

Hann synti 3.8 km á 1.33.11 klst., hann hjólaði því næst 180 km. á 5.17.40 klst. og þrautin endaði á 42,2 km. hlaupi sem jafngildir maraþoni og vegalengdina hljóp Almar á 5:40 klst. Samtals 10:51.26 klst.

Almar lýsir upplifun sinn í keppninni í færslu á Fésbókinni sem er hér fyrir neðan.

Nánar um keppnina í Hamborg hér: