Kór Akraneskirkju tók að sér að senda 17. júní hátíðarstemningu frá skagafrettir.is beint frá Gardavatninu á Ítalíu þar sem að kórinn er á tónleikaferðalagi.
Kórinn flutti nokkur lög í bænum Garda á torgi í miðbænum – við góðar undirtektir fjölmargra gesta sem áttu leið um svæðið á þessum tíma. En fjölmargir íslenskir ferðamenn áttu leið um torgið á sama tíma og tónleikarnir fóru fram.