Líf og fjör á Norðurálsmótinu – myndasyrpa

Norðurálsmótið í knattspyrnu fór fram á Akranesi dagana 22.-25. júní. 

Þetta var í 38. sinn sem mótið fer fram en um 1800 keppendur tóku þátt.

Norðurálsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda, með það í huga að allir séu með í leiknum til að skapa jákvæða og skemmtilega upplifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta.

Hér má sjá myndasyrpu frá mótinu.