Kvennalið ÍA með stórsigur í miklum markaleik gegn KH

Kvennalið ÍA sigraði KH örugglega í miklum markaleik á Hlíðarendavelli í Reykjavík s.l. föstudag. 

Lokatölur 7-2 fyrir ÍA. Liðin eru í þriðju efstu deild Íslandsmótsins en Knattspyrnufélag Hlíðarenda er í samstarfi við Val. 

Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA, Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði tvö mörk, Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði einnig í leiknum líkt og Erna Björt Elíasdóttir. 

Hér fyrir neðan má sjá mörk leiksins frá ÍATV. 

ÍA er i fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir 8 umferðir. ÍR er í efsta sæti með 20 stig og þar á eftir koma fjögur lið með 16 stig og er ÍA eitt þeirra.