Káramenn lönduðu mikilvægum sigri í gær í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar lið Árbæjar kom í heimsókn í Akraneshöllina.
Kári fékk vítaspyrnu á 83. mínútu þegar brotið var á Hilmari Halldórssyni í vítateig gestaliðsins.
Marinó Hilmar Ásgeirsson tók vítið og skoraði af öryggi.
Með sigrinum þokaði Kári sér upp í 6. sæti deildarinnar en liðið hefur leikið 10 leiki á tímabilinu, og er með þrjá sigra, þrjú jafntefli og fjögur töp.
Næsti leikur Kára er þann 7. júlí á útivelli gegn Magna á Grenivík.
Markið úr leiknum má sjá hér fyrir neðan frá ÍATV.