Í dag hófst vinna við að gera regnbogafánagötu á Akranesi í tilefni af Hinsegin hátíð Vesturlands 2023.
Regnbogafáninn er frá gangbraut við Kirkjubraut 11 og að gangbraut við Skólabraut 35.
Regnbogagatan á Akranesi verður sú lengsta á landinu þegar verkefninu verður lokið.
Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið með ýmsum hætti hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í dag.
Íslandsbanki, Íþróttabandalag Akraness, Akraneskaupstaður, Norðurál og Steðji og Málningavinna Carls áttu sína fulltrúa í dag í málningarvinnunni – ásamt forseta Hinsegin Vesturland.
Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands á Akranesi. Þar verður fjölbreytileika lls mannfólks fagnað.
Gleðiganga verður upphafsatriði á Hinsegin hátíðinni. Þar verður gengið frá stjórnsýsluhúsinu að Akratorgi. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni sem stendur yfir frá 20.-23. júlí.