Skagamaðurinn efnilegi, Einar Margeir Ágústsson, keppti í dag í sinni fyrstu grein á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi.
Einar Margeir er í Serbíu ásamt sex öðrum íslenskum keppendum.
Mótið er að sjálfsögðu mjög sterkt en þar eru tæplega 600 keppendur frá 40 þjóðum.
Einar Margeir var með 13. besta tímann í undanrásum í 50 metra bringusundi í dag. Hann komst í 16-manna úrslit ásamt Snorra Degi Einarssyni sem var með áttunda besta tímann.
Í 16-manna úrslitum kom Einar Margeir í mark á tímanum 29.05 sek og endaði í 15. sæti.