Haukur Andri Haraldsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Knattspyrnufélag ÍA í bili.
Haukur Andri, sem er fæddur árið 2005, er genginn til liðs við Lille í Frakklandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA.
Þar hittir hann fyrir Hákon Arnar bróðir sinn sem var keyptur fyrir metfé frá FCK í Danmörku í þessari viku.
Haukur Andri lék sinn síðasta leik fyrir ÍA gegn Vestra um s.l. helgi. Hann lék alls 35 deildarleiki fyrir ÍA í efstu og næst efstu deild – og skoraði hann 4 mörk.