Arnar fór holu í höggi á Garðavelli

Arnar Gunnarsson er 14 ára kylfingur í Golfklúbbnum Leyni – og hann hefur nú þegar komið sér í fámennann hóp kylfinga sem ná að slá draumahöggið í golfi. 

Arnar fór holu í höggi þriðjudaginn 25. júlí í liðakeppni Blikksmiðju Guðmundar. Hann notaði 8 járn á 18. holu Garðavallar. 

Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga.

Frá fyrstu skráningum, árið 1936, hafa um 3.000 draumahögg íslensks kylfingsins verið skráð.

Af 40.000 kylfingum á Íslandi ná einungis um 130 að fara holu í höggi á ári hverju.