Frábær 5-2 sigur Skagamanna gegn toppliðinu

Karlalið ÍA landaði frábærum 5-2 sigri í kvöld á útivelli gegn toppliði Aftureldingar í Mosfellsbæ. 

Með sigrinum fór ÍA upp í annað sæti deildarinnar en liðið hefur ekki tapað leik frá því í byrjun júní.  

ÍA hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli.  

Viktor Jónsson var á skotskónum í kvöld en hann skoraði fjögur mörk og Hlynur Sævar Jónsson skoraði eitt marka ÍA. 

Viktor Jónsson (35., 53., 69., 72. ), Hlynur Sævar Jónsson (64.). 

Þetta var fyrsti tapleikur Aftureldingar á tímabilinu.