Guðmundur sló draumahöggið í þriðja sinn

Guðmundur Valdimarsson er þaulreyndur kylfingur í Golfklúbbnum Leyni. Guðmundur er fæddur 9. september 1932 og er því á 91. aldursári. 

Hann gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið á 3. braut á Garðavelli þann 23. júlí s.l. Þetta var í þriðja sinn sem Guðmundur slær draumahöggið á ferlinum og í annað sinn sem hann fer holu í höggi á 3. braut.  

Það geta ekki allir verið Einherjar og það sýnir tölfræðin glögglega. Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga.

Frá fyrstu skráningum, árið 1936, hafa um 3.000 draumahögg íslensks kylfingsins verið skráð.

Af 40.000 kylfingum á Íslandi ná einungis um 130 að fara holu í höggi á ári hverju.

6. holan á Korpúlfsstaðavelli er sú hola sem oftast hefur verið farið holu í höggi á síðustu tíu árum.

17. holan í Grafarholti og „Bergvíkin“ 3. holan á Hólmsvelli eru þær holur sem virðast vera hvað erfiðastar viðureignar, og minnstar líkur á að fara holu í höggi.