Rekstur Elkem á Íslandi gengur vel en félagið rekur kísilmálmverksmiðju á Grundartanga.
Félagið hagnaðist um tæplega 15 milljarða íslenskra króna árið 2022 – sem er methagnaður hjá félaginu.
Í fyrra var hagnaður félagsins tæplega 7 milljarðar kr – sem var met á þeim tíma.
Tekjur Elkem á Íslandi voru um 47 milljarðar kr. og jukust um helming á milli ára.
Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins segi að markaðsaðstæður hafi haldið áfram að vera afar hagstæðar á fyrri helmingi árs 2022 eftir að heimsmarkaðsverð á kísiljárni náði methæðum á síðasta ársfjórðungi ársins 2021.