Landmælingar Íslands hafa frá ársbyrjun 1999 verið með aðsetur á Stillholti 16-18 á Akranesi – þegar ríkisstofnunin var flutt frá Reykjavík á Akranes.
Landmælingar hafa nú flutt aðsetur stofnunarinnar í nýtt húsnæði við Smiðjuvelli 28.
Í tilkynningu frá Landmælingum segir að nýja húsnæðið sé glæsilegt rými fyrir starfsemina og byggist hönnunin á hugmyndum um verkefnamiðaða vinnuaðstöðu.
Það húsnæði sem leigt hefur verið fyrir starfsemina er ríflega 600 m2, sem er einungis 40% af því húsnæði sem stofnunin var með á leigu að Stillholti.
Á skrifstofu Landmælinga Íslands eru 20 starfsmenn.