Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraness þann 17. júlí s.l. var rætt um útboð á byggingarétti á Sementsreitnum – og í þeirri umræðu var hugmyndafræði um byggingu á ráðhúsi á Sementsreitnum kynnt.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður ráðsins segir í samtali við Skagafréttir að ráðið hafi farið yfir stöðuna eins og hún mögulega gæti orðið. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um byggingu ráðhúss á reitnum.
Bæjarskrifstofur Akraness hafa á undanförnum misserum verið í bráðabirgðaaðstöðu á Dalbraut 4 – en húsnæðið við Stillholt þar sem að skrifstofurnar voru til margra ára er ekki talið ákjósanlegur kostur vegna loftgæðavandamála.
„Á þessum fundi fórum við yfir tekjur og kostnað varðandi íbúðarbyggingar.
Bæjaryfirvöld eru að skoða alla þá möguleika sem eru í stöðunni til að bæta starfsmannaaðstöðu á Dalbraut 4 þar sem að bæjarskrifstofurnar eru í dag. Aðstaðan er ekki góð. Rætt hefur verið um að finna annað húsnæði undir hluta af starfsseminni sem er á Dalbrautinni, byggja nýtt húsnæði og fleiri hugmyndir hafa komið fram en þetta er allt ennþá á hugmyndastigi,“ segir Guðmundur Ingþór og bætir við að ráðið hafi fengið fyrirspurnir um byggingareit á Sementsreitnum og því hafi þetta mál verið tekið fyrir á fundi ráðsins.
„Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hefur fengið það verkefni að vinna málið áfram en engar ákvarðanir hafa verið teknar, hvorki hvað verður byggt, né hvernig. Við erum einfaldlega að skoða alla þá möguleika sem eru í stöðunni – vinna í málum er snúa að okkur öllum eins og uppbyggingu á því svæði sem er áhugavert að byggja á og skoða betri starfsumhverfi fyrir starfsfólk Akraneskaupstaðar. Ekkert hús hefur verið teiknað og ekkert kostnaðarmat er því til – við erum einfaldlega að fara yfir hugmyndir og reyna að finna góða lausn til að bæta starfsaðstöðu starfsfólks Akraneskaupstaðar,“ segir Guðmundur Ingþór.
Bæjaryfirvöld eru að skoða alla þá möguleika sem eru í stöðunni til að bæta starfsmannaaðstöðu á Dalbraut 4 þar sem að bæjarskrifstofurnar eru í dag. Aðstaðan er ekki góð. Rætt hefur verið um að finna annað húsnæði undir hluta af starfsseminni sem er á Dalbrautinni, byggja nýtt húsnæði og fleiri hugmyndir hafa komið fram en þetta er allt ennþá á hugmyndastigi,“ segir Guðmundur Ingþór og bætir við að ráðið hafi fengið fyrirspurnir um byggingareit á Sementsreitnum og því hafi þetta mál verið tekið fyrir á fundi ráðsins.
„Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hefur fengið það verkefni að vinna málið áfram en engar ákvarðanir hafa verið teknar, hvorki hvað verður byggt, né hvernig. Við erum einfaldlega að skoða alla þá möguleika sem eru í stöðunni – vinna í málum er snúa að okkur öllum eins og uppbyggingu á því svæði sem er áhugavert að byggja á og skoða betri starfsumhverfi fyrir starfsfólk Akraneskaupstaðar. Ekkert hús hefur verið teiknað og ekkert kostnaðarmat er því til – við erum einfaldlega að fara yfir hugmyndir og reyna að finna góða lausn til að bæta starfsaðstöðu starfsfólks Akraneskaupstaðar,“ segir Guðmundur Ingþór.