Guðlaugur Þór og Elsa Maren í verðlaunasætum á Íslandsmóti unglinga í golfi

Kylfingar frá Golfklúbbnum Leyni stóðu sig vel á Íslandsmóti unglinga sem fram fór í Vestmannaeyjum dagana 18.-20. ágúst. Elsa Maren Steinarsdóttir varð jöfn í þriðja sæti í 17-21 árs flokki stúlkna og Guðlaugur Þór Þórðarson varð annar í flokki 15-16 ára pilta.

Keppt var í tveimur aldursflokkum í Eyjum og voru alls sex leikmenn úr röðum Leynis í mótinu en alls tóku 78 þátt.

Guðlaugur Þór Þórðarson átti eftirminnilega helgi en hann fór holu í höggi í mótinu á 17. braut Vestmannaeyjavallar. Guðlaugur Þór er aðeins fimmti kylfingurinn sem fer holu í höggi á 17. braut Vestmannaeyjavallar frá því að brautin var tekin í notkun.

Guðjón Frans Halldórsson er Íslandsmeistari í golfi 2023 í piltaflokki 15-16 ára. Guðjón lék á 208 höggum eða 2 höggum undir pari vallar. Guðlaugur Þór Þórðarsojn, GL, varð annar á 218 höggum og Gunnar Þór Heimisson, GKG, varð þriðji á 220 höggum.

Sara Kristinsdóttir, GM, er Íslandsmeistari unglinga 2023 í stúlknaflokki 17-21 árs. Sara lék á 215 höggum (+5 samtals) og sigraði með átta högga mun. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, varð önnur, og jafnar í 3.-4. sæti voru Helga Signý Pálsdóttir, GR og Elsa Maren Steinarsdóttir, GL, á +21 samtals. 

Nánar á golf.is. 

 

 

Guðlaugur Þór er hér lengst til vinstri, Guðjón Frans og Gunnar Þór. Mynd/golf.is
Guðlaugur Þór fagnar draumahögginu á 17. flötinni. Mynd/ÞI
Frá vinstri: Berglind, Sara, Elsa Maren og Helga Signý. Mynd/golf.is
Elsa Maren Steinarsdóttir. Mynd/golf.is
Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd/golf.is