Birkir Þór er nýr íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis

Birkir Þór Baldursson er nýr íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Hann tekur við starfinu af Valdísi Þóru Jónsdóttur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Birkir Þór er fæddur árið 1997 og stundar nám í golfkennaraskóla PGA á Íslandi. 

Hann mun hefja störf hjá Leyni á allra næstu vikum – en hann tekur strax við þjálfun nemenda sem eru með golfíþróttina sem valfag á afreksbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands.