Mikilvægur sigur kvennaliðs ÍA og spennandi toppbarátta framundan

Kvennalið ÍA sigraði Knattspyrnufélag Hlíðarenda, 5-1, í dag þegar liðin mættust í Akraneshöllinni á Íslandsmótinu í þriðju efstu deild, 2. deild. 

Unnur Ýr Haraldsdóttir leikmaður ÍA fékk rautt spjald á 21. mínútu en þrátt fyrir mótlætið tóku leikmenn ÍA við sér og skoruðu tvívegis áður en flautað var til leikhlés. Róberta Lilja Ísólfsdóttir skoraði á 25. mínútu og Samira Suleman skoraði á 36. mínútu. Staðan 2-0 í hálfleik. 

Erna Björt Elíasdóttir kom ÍA í 3-0 á 66. mínútu og Erla Karitas Jóhannesdóttir bætti við tveimur mörkum á 80., og 89. mínútu. Ágústa María Valtýsdóttir lagaði stöðuna með marki frá gestunum á 90. mínútu. Lokatölur 5-1. 

Með sigrinum komst ÍA í annað sætið í deildinni en ÍR hefur nú þegar tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári, næst efstu deild. Tvö efstu liðin í deildinni tryggja sér sæti í 1. deild að ári og er ÍA í góðri stöðu fyrir lokaleiki mótsins. ÍA mætir liði Smára þann 7. september í næst síðustu umferð mótsins og fer leikurinn fram á Akranesi. Lokaumferðin fer fram 16. september og þar mætir ÍA liði Álftaness á útivelli. 

Nánar hér