Elsa Maren stigameistari ársins í flokki 17-21 árs á unglingamótaröð GSÍ

Elsa Maren Steinarsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, er stigameistari 2023 í flokki stúlkna 17-21 árs.

Elsa Maren sigraði á einu móti af alls fimm, hún varð tvívegis í öðru sæti, einu sinni í því þriðja og einu sinni í fjórða sæti.

Unglingamótaröðin 2023 – stúlkur 17-21 árs.

1. Elsa Maren Steinarsdóttir, GL 4305 stig (5 mót)
2. Sara Kristinsdóttir, GM 4005 stig (4 mót)
3. Helga Signý Pálsdóttir, GR 3882 stig (4 mót)
4. Dagbjört Erla Baldursdóttir, GM 2554 stig (5 mót)
5. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 2426 stig (4 mót)

Stigalistinn í heild sinni:

Alls tóku 20 keppendur þátt á mótum tímabilsins í þessum aldursflokki og komu þeir frá 7 klúbbum.