Dean Martin gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið á 6. braut Garðavallar í gær sunnudaginn 10. september.
Dean sló golfboltann ofaní holuna í upphafshögginu en það sem gerir afrek hans sérstakt er að brautin er par 4 hola en í flestum tilvikum fara kylfingar holu í höggi á par 3 holum.
Knattspyrnuþjálfarinn sló 255 metra með 5-tré og að sjálfsögðu var hann í stuttbuxum.
Samkvæmt bestu heimildum hafa aðeins fjórir aðrir kylfingar náð að fara holu í höggi á 6. braut á Garðavelli frá því að völlurinn var opnaður í 18 holur.
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – nánar hér.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – nánar hér.
Ragnar Þór Gunnarsson, GL – nánar hér.
Andri Þór Björnsson, GR – nánar hér.
Ragnar Davíð Riordan,, GVS, sló þriðja högg af teig á 6. braut Garðavallar árið 2011, og fór boltinn ofaní holuna – en það telur ekki sem hola í höggi – nánar hér.