Spennandi dagur framundan á Jaðarsbökkum – ÍA getur tryggt sér sæti í efstu deild á ný

Karlalið ÍA getur tryggt sér sæti í Bestu deild Íslandsmótsins í dag í lokaumferð 1. deildar, Lengjudeildarinnar. Skagamenn eru í efsta sæti með 46 stig og dugir jafntefli gegn Gróttu á heimavelli í dag til að tryggja efsta sætið og þar með farseðil í efstu deild á ný. 

Efsta lið 1. deildar fer beint upp í efstu deild en liðin í sætum 2-5 leika í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar í Bestu deildinni 2024.

Leikurinn gegn Gróttu fer fram á Akranesvelli í dag kl. 14. og verður mikið um að vera á Jaðarsbakkasvæðinu frá kl. 11 í dag. Nánar í tilkynningu frá KFÍA hér fyrir neðan.