Akraneskaupstaður leggur til stofnframlag við uppbyggingu á 30 íbúðum

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að Akraneskaupstaður greiði stofnframlag til tveggja verkefna sem tengjast uppbyggingu á leiguhúsnæði við Skógarlund 40 og Asparskóga 3. 

Í fyrra verkefninu, sem Brú hses stendur fyrir áætlað að byggja íbúðakjarna við Skógarlund 40 þar sem að verða 6 íbúðir. Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er tæplega 315 milljónir kr. og er framlag Akraneskaupstaðar 16% eða rétt tæplega 50,5 milljónir kr. 

Síðara verkefnið er á vegum Bjargs íbúðafélags hses og Leigufélagsins Brúar við Asparskóga 3. Þar er gert ráð fyrir 24 íbúðum og er heildarstofnvirði framkvæmdarinnar tæplega 830 milljónir kr. 

Stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% eða rétt tæplega 100 milljónir kr.

Í báðum tilvikum er gerð krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 180/2020.

Bæjarráð hefur vísað samningum við þessa aðila til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Nánar í þessari fundargerð: