Drífa tvöfaldur heimsmeistari á ný í badminton eldri leikmanna

Skagakonan Drífa Harðardóttir fagnaði um helgina tvennum gullverðlaunum og heimsmeistaratitlum í badminton. Hún varði þar með titlana frá því á HM öldunga árið 2021 í tvíliða – og tvenndarleik. 

Mótið fór fram í Jeonjy í Kóreu en það fer fram annað hvert ár. 

Drífa, sem keppir undir merkjum ÍA, er búsett í Danmörku.

Hún var í efsta sæti styrkleikalistans í þeim greinum sem hún tók þátt í. Hún sigraði í tvíliðaleik í flokki 40 ára og eldri með Gry Uhrenholt Hermansen. Í tvenndarleiki keppti Drífa með Jesper Thomsen í flokki 45 ára og eldri. 

Árið 2019 varð Drífa heimsmeistari í tvíliðaleik með 

Drífa var kjörin badmintonkona ársins hjá BSÍ árið 2021 en hún var badmintonmaður Akraness 2019 og 2020. 

Hún er ein fremsta badmintonkona Íslands, hún hefur alla tíð spilað fyrir ÍA á Íslandi, þó svo að hún búi og æfi í Danmörku og hefur gert í nokkur ár.

Drífa leggur áherslu á tvíliða- og tvenndarleik og spilar þær greinar með liði sínu Hvidovre í liðakeppni í Danmörku.