Lokun á keilusal á Akranesi hefur áhrif alla leið norður á Akureyri

Lokun á keilusal í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu setur öflugt starf Keilufélags Akraness í uppnám næstu mánuði – og áhrif lokunarinnar hefur einnig áhrif á starf keiludeildar Þórs á Akureyri. 

Frá þessu er greint á vefnum Akureyri.net. 

Eftir lokunina á Vesturgötu er keilusalurinn í Egilshöll nú eini valkosturinn fyrir þá sem vilja stunda keiluíþróttina. 

Keilusal sem var á Akureyri var lokað árið 2017. Þór frá Akureyri hefur á undanförnum árum leikið heimaleiki sína í 1. og 3. deild Íslandsmótsins á Akranesi – og samstarfið félaganna verið náið.