Flott byrjun á vetrartímabilinu hjá Sundfélagi Akraness

Sundfólk úr röðum Sundfélags Akraness byrjaði vetrartímabilið með flottum árangri á Turbmóti Ármanns sem fram fór 24. september s.l.

Á mótinu voru 320 keppendur . 

Alls voru 19 keppendur frá ÍA og náði sundfólkið að bæta árangur sinn í 41. skipti, 3 Akranesmet féllu og landsliðslágmörkum var náð. 

Einar Margeir Ágústsson setti 3 Akranesmet ;

100 m skriðsund á 51.53 sek., gamla metið átti Ágúst Júlíusson frá 2011 á 52.15 sek.

200 m skriðsund á 1.54.63 mín., gamla metið átti Guðbjarni Sigþórsson frá því í fyrra á 1.56.04 mín. 

100 m fjórsund á 57.55 sek., gamla metið átti hann sjálfur á tímanum 58.80 sek. frá því í fyrra.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir synti undir landsliðslágmarkinu í 100 m. skriðsundi á 57.48 sek. 

Næst á dagskrá hjá Sundfélagi Akraness er Arena Mót Ægis sem fram fer dagana  7-8 október.