Aníta Sól og Viktor leikmenn ársins – Sunna og Jón Gísli efnilegust

Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu um miðjan september þar sem að ýmsar viðurkenningar voru veittar. 

Bæði kvenna – og karlalið ÍA fóru upp um deild á Íslandsmótinu og var rífandi góð stemning á hófinu.  Kvennalið ÍA leikur í næst efstu deild á næsta ári, Lengjudeildinni, en liðið varð í öðru sæti á Íslandsmótinu. Karlalið ÍA leikur í Bestu deildinni á næsta ári en liðið varð í efsta sæti Lengjudeildarinnar 2023. 

Leikmenn ársins 2023:

Aníta Sól Ágústsdóttir og Viktor Jónsson. 

Efnilegustu leikmenn ársins 2023: 
Sunna Rún Sigurðardóttir og Jón Gísli Eyland Gíslason 

Leikmenn ársins – valið af stuðningsmönnum: 

Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Viktor Jónsson. 

 

Viktor Jónsson og Aníta Sól Ágústsdóttir.
Bryndís Rún Þórólfsdóttir.
Jón Gísli Eyland Gíslason og Sunna Rún Sigurðardóttir.