Viktor leikmaður ársins hjá fotbolti.net og sjö leikmenn ÍA í úrvalsliðinu

Sjö leikmenn úr röðum ÍA koma við sögu í valinu á liði ársins í Lengjudeildinni í knattspyrnu 2023 hjá fréttamiðlinum öfluga, fotbolti.net. 

Viktor Jónsson, framherji ÍA, var valinn leikmaður ársins hjá fotbolti.net en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu. Þetta er í annað sinn sem Viktor fær þessa viðurkenningu á ferlinum. Hann var einnig valinn leikmaður ársins hjá ÍA á lokahófi félagsins nýverið. 

Árni Marinó Einarsson markvörður, Hlynur Sævar Jónsson, Arnór Smárason, Steinar Þorsteinsson og Viktor eru í byrjunarliðinu. Á varamannabekk úrvalsliðsins eru Johannes Vall og Indriði Áki Þorláksson. 

Lið ársins hjá fotbolti.net í Lengjudeildinni 2023 er þannig skipað: 

Árni Marinó Einarsson – ÍA

Hlynur Sævar Jónsson – ÍA
Hans Viktor Guðmundsson – Fjölnir
Gustav Kjeldsen – Vestri
Aron Elí Sævarsson – Afturelding

Benedikt Warén – Vestri
Arnór Smárason – ÍA
Steinar Þorsteinsson – ÍA

Elmar Kári Cogic – Afturelding
Viktor Jónsson – ÍA
Hinrik Harðarson – Þróttur

Varamenn:

Yevgen Galchuk (m) – Afturelding
Johannes Vall – ÍA
Morten Ohlsen Hansen – Vestri
Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór
Oliver Bjerrum Jensen – Afturelding
Daníel Finns Matthíasson – Leiknir
Indriði Áki Þorláksson – ÍA