Karlalið ÍA í körfuknattleik byrjaði tímabilið á Íslandsmótinu í næst efstu deild með góðum sigri gegn Hrunamönnum í kvöld. Lokatölur 84-74.
Skagamenn náðu góðri forystu strax í fyrsta leikhluta, en 13 stiga munur var á liðunum eftir 1. leikhluta 33-20.
Í hálfleik var ÍA með 15 stiga forskot, 56-41. Gestirnir náðu að minnka muninn í síðari hálfleik en tíu stig skildu liðin að í lok leiks – eins og áður hefur komið fram.
Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka og fjölmargir áhorfendur mættu á leikinn.
Srdan Stojanovic var stigahæstur í liði ÍA með 26 stig og 12 fráköst. Chimaobim Oduocha skoraði 23 stig fyrir ÍA og tók 10 fráköst. Styrmir Jónasson skoraði 14 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Næsti leikur er gegn Þrótti í Vogum á útivelli föstudaginn 13. október.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa frá leiknum.