Stefán Teitur Þórðarson lét mikið að sér kveða þegar lið hans Silkeborg fékk Lyngby í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu s.l. föstudag.
Skagamaðurinn skoraði þrennu á aðeins 8 mínútna kafla í 5-0 sigri Silkeborg. Stefán Teitur skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu, hann bætti við öðru marki á 21. mínútu og á 23. mínútu skoraði hann sitt þriðja mark. Silkeborg bætti við tveimur mörkum áður en leikurinn var á enda.
Þetta voru fyrstu mörk Stefáns á tímabilinu.
Silkerborg er í þriðja sæti deildarinnar að loknum 11 umferðum.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og með liðinu leika margir íslenskir leikmenn, má þar nefna Gylfa Þór Sigurðsson og Andra Lúcas Guðjohnsen.