Ísak Birkir með fjölmörg met og fagnaði Íslandsmeistaratitli í parakeppni

Ísak Birkir Sævarsson, ÍA, varð nýverið Íslandsmeistari í parkakeppni í keilu ásamt Katrínu Fjólu Bragadóttur, úr KFR. Systkinin Steinunn Inga Guðmundsdóttir og Magnús Sigurjón Guðmundsson, ÍA, urðu í öðru sæti.

Ísak og Katrín settu Íslandsmet með því að fá 526 stig í einum leik og 1410 stig í þremur leikjum. 

Ísak náði hinum fullkomna leik eða 300 stigum, sem er jöfnun á heimsmeti, sem fjölmargir deila.  Hann bætti 13 ára gamalt Íslandsmet í þremur leikjum þegar hann fékkk 827 stig. 

 

Systkinin Steinunn Inga Guðmundsdóttir og Magnús Sigurjón Guðmundsson, ÍA, urðu í öðru sæti. Mynd/Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir
Ísak Birkir Sævarsson, ÍA, varð nýverið Íslandsmeistari í parkakeppni í keilu ásamt Katrínu Fjólu Bragadóttur, úr KFR. Systkinin Steinunn Inga Guðmundsdóttir og Magnús Sigurjón Guðmundsson, ÍA, urðu í öðru sæti. Mynd/ Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir