SkagaTV: Svona var stemningin á HEIMA-SKAGA tónlistarhátíðinni 2022

HEIMA-SKAGI tónlistarhátíðin fer fram um laugardaginn 28. október og þar koma fram ýmsir listamenn og hljómsveitir. HEIMA-SKAGI fór fyrst fram árið 2019 og nýtur hátíðin mikilla vinsælda og er eftirspurn eftir miðum meiri en framboðið. 

Hátíðin er hluti af menningarhátíðinni Vökudagar sem fer fram dagana 26. okt. – 5. nóvember. 

Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks;
Vitateig 2 (Martha og Björn), Skólabraut 20 (Guðni og Lilja) 
og Grundartún 8 (Elfa og Pálmi) ofl – en líka t.d í Báran brugghús, í Bíóhöllinni, í Akraneskirkju og í Blikksmiðju Guðmundar sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar, og á rakarastofu Hinna (sem er líkast til í minnsta húsi Akraness).

Þeir sem koma fram á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár eru:
Mugison
Bogomil Font og Milljónamæringarnir
Ellen og Eyþór
Langi Seli og Skuggarnir
Rebekka Blöndal
Valgerður Jónsdóttir og Eðvarð Lárusson
Magnus Þór
GDRN og Magnús Jóhann
Árstíðir
Kolrassa Krókríðandi
Diddú

Hér fyrir neðan er samantekt frá ýmsum atriðum HEIMA-SKAGA frá árinu 2022 frá skagafrettir.is.