Bönkerinn – Innigolf opnar á Akranesi í byrjun desember

Bönkerinn – Innigolf opnar á Smiðjuvöllum 8 á Akranesi í byrjun desember.

Þar verður boðið upp á bjarta, hlýlega og rúmgóða aðstöðu til golfleiks – og æfingar í nýjustu gerð af Trackman golfhermi. 

Danska fyrirtækið Trackman hefur verið leiðandi á markaði í framleiðslu á golfhermum til margra ára – og verða tveir golfhermar af allra nýjustu gerð í Bönkernum.

Einar Logi Einarsson, Axel Fannar Elvarsson, Ísak Örn Elvarsson og Sigurður Elvar Þórólfsson standa að baki verkefninu.

Einar Logi er framkvæmdastjóri Bönkersins

„Við létum vita af okkur í lok síðustu viku og það er óhætt að segja að þetta fari mjög vel af stað. Kylfingar á Akranesi og í næsta nágrenni hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Markmiðið hjá okkur er að aðstaðan verði samaburðarhæf við það besta á Íslandi. Golf er í dag heilsársíþrótt – og þróunin í golhermunum hefur verið gríðarleg og mikil aukning í notkun þeirra. Aðstaðan býður t.d. upp á að allt að 8 manna hópar geta verið með alla aðstöðuna út af fyrir sig – átt góða stund saman í golfhermunum, og horft á íþróttir í sjónvarpinu á sama tíma. Við lofum því að í Bönkernum á Smiðjuvöllum verður skemmtilegt. Það verður alltaf einhver á svæðinu fyrstu vikurnar til að aðstoða gesti í fyrstu heimsóknunum – það er því ekkert vesen að byrja – það eina sem þarf að gera er að bóka tíma og mæta,“ segir Einar Logi.  

Í desember og janúar er hægt að bóka fasta tíma í Bönkerinn – Innigolf með afslætti og það er gert í gegnum fésbókarsíðu Bönkerinn – Innigolf eða í gegnum netfangið [email protected].

Smelltu hér fyrir fésbókarsíðu Bönkerinn – Innigolf: