Félag eldri borgara á Akranesi, FEBAN, lét mikið að sér kveða á Vesturlandsmótinu í Boccia sem fram fór á Hvammstanga nýverið.
Alls mættu 12 lið til keppni, og var FEBAN með alls fimm lið, þrjú karlalið og tvö kvennalið.
FEBAN landaði gull – og silfurverðlaunum á mótinu.
Eiríkur Hervarsson, Hilmar Björnsson og Böðvar Jóhannesson stóðu uppi sem Vesturlandsmeistarar og fengu gullverðlaun og bikar.
Rögnvaldur Einarsson, Gunnlaugur Ingimundarson og Þorgils Sigurþórsson fengu silfurverðlaun.
Skagamaðurinn Þorbergur Þórðarson var í liðinu sem fékk bronsverðlaun en með honum í liði voru Þórhallur og Þóra.
Kvennalið FEBAN fékk góða reynslu úr þessari keppni – en flestir liðsmenn kvennaliðsins voru að spreyta sig í fyrsta sinn í alvörukeppni.