Magnea Guðlaugsdóttir mun ekki þjálfa kvennalið ÍA í knattspyrnu á næstu leiktíð – en liðið fór upp í næst efstu deild undir hennar stjórn á síðustu leiktíð.
Skarphéðinn Magnússon tekur við sem aðalþjálfari liðsins – en þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnufélagi ÍA. Aldís Ylfa Heimisdóttir og Þorsteinn Magnússon verða í þjálfarateyminu með Skarphéðni.
Í tilkynningunni er Magneu þökkuð góð störf fyrir félagið og sitt framlag til liðsins undanfarin misseri.
Skarphéðinn hefur verið einn af megin máttarstólpum félagsins til margra ára. Hann mun leiða liðið inn í næsta tímabil í Lengjudeildinni.
Skarphéðinn hefur þjálfað hjá ÍA undanfarin 10 ár, hann er vel menntaður og reynslumikill þjálfari. Erum við afar ánægð með þetta skref og væntum mikils af honum. Skarphéðinn mun einnig sinna teymisstjórn 8 manna bolta ásamt því að koma að þjálfun yngri flokka.
Þorsteinn var nýverið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka. Hann mun einnig sjá um leikgreiningar fyrir mfl.kvenna