Ísak Bergmann Jóhannesson átti frábæran leik með Fortuna Düsseldorf í þýsku bikarkeppninni á útivelli gegn Unterhaching sem fram fór s.l. mánudag.
Ísak var ekki í byrjunarliðinu en hann kom inn á hálfleik þegar lið hans var 1-0 undir gegn Unterhaching. Heimaliðið komst í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks og útlitið dökkt. Ísak gaf stoðsendingu í fyrsta marki Düsseldorf í leiknum sem kom á 65. mínútu.
Hann jafnaði metinn með marki skömmu síðar. Unterhaching komst yfir á ný, staðan 3-2, en Ísak jafnaði metinn og framlengja þurfti leikinn. Ísak skoraði þriðja mark sitt í leiknum á 107. mínútu og í framhaldinu bættu liðsfélagar hans við tveimur mörkum – lokatölur 6-3 fyrir Fortuna Düsseldorf.
Ísak er í láni hjá Fortuna Düsseldorf frá danska liðinu FCK. Hann hefur leikið 10 leiki á tímabilinu, skorað þrjú mörk og gefið 5 stoðsendingar.