Sjö ár liðinn frá því að Skagafréttir fóru í loftið

Þann 10. nóvember árið 2016 fóru Skagafréttir í loftið og fréttavefurinn á því 7 ára afmæli í dag. 

Jákvæðar fréttir verða áfram rauði þráðurinn í fréttaumfjöllun Skagafrétta.

Lesendur hafa kunnað meta slíkar áherslur. Og með hverju árinu sem líður hefur lesendahópurinn stækkað jafnt og þétt.

Skagafréttir eru í dag mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra.

Ný aðsóknarmet eru sett á hverju ári sem líður. 

Fréttasafnið telur mörg þúsund fréttir, og myndasafn Skagafrétta verður í framtíðinni ómetanleg heimild um mannlífið á Akranesi.

Viðtökur lesenda hafa frá fyrsta degi verið framar vonum. Við sem stöndum á bak við þetta verkefni erum þakklát fyrir stuðninginn. Markmiðið er að gera enn betur.

Þrátt fyrir góðar kveðjur og velvild þurfa staðarfréttamiðla á fjárhagslegum stuðningi nærsamfélagsins að halda. Frá íbúum, fyrirtækjum og stofnunum.

Það er einlæg ósk okkar hér á skagafrettir.is að enn fleiri sjái sér fært að taka þátt í uppbyggingunni með frjálsum framlögum, auglýsingum eða öðrum stuðningi.

Fjölmörg fyrirtæki hafa í gegnum tíðina staðið þétt við bakið á uppbyggingu Skagafrétta. Og á undanförnum mánuðum hafa dyggir lesendur gert slíkt hið sama.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn og allar heimsóknirnar. Það er ómetanlegt.

Smelltu hér til að skoða valkostina til að styðja við bakið á skagafrettir.is.