Það var skemmtileg stemning á Árgangamóti ÍA í knattspyrnu sem fram fór laugardaginn 11. nóvember 2023 í Akraneshöll.
Mótið hefur fest sig í sessi sem vinsæll viðburður og fjölmörg lið tóku þátt í mótinu.
Veglegt lokahóf fór fram um kvöldið á veitingastaðnum 19. holunni í frístundamiðstöðinni Garðavöllum við golfvöllinn þar sem að 200 manns komu saman til að gleðjast og rifja upp gamla tíma.
Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu 2023 frá skagafrettir.is.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá myndirnar í fullri upplausn er einfaldast að senda póst á [email protected]