Frábær árangur hjá sundfólki úr röðum ÍA á Íslandsmótinu í 25 metra laug

Keppendur frá Sundfélagi Akraness létu mikið að sér kveða á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fór um s.l. helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið var einnig Íslandsmót í unglingaflokki.

Samtals fékk sundfólkið úr ÍA 11 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun. 

Þrjú Íslandsmet í unglingaflokki eru nú í eigu sundfólks úr ÍA, tveir keppendur náðu inn í A-landsliðiðið og einn í unglingalandsliðið.

Alls var ÍA með 12 keppendur en alls tóku 184 keppendur þátt og komu þeir frá 15 félögum.

Guðbjarni Sigþórsson og Einar Margeir Ágústsson

Tólf sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Á mótinu voru 184 keppendur frá 15 félögum.

Einar Margeir Ágústsson var í fantaformi og varð Íslandsmeistari í 100 m fjórsundi á nýju íslensku unglingameti 55,75 sek. Gamla metið var 55,99 sek. og var frá 2014 en það met átti Kristinn Þórarinsson.

Einar varð unglingameistari í 50, 100 og 200 m bringusundi og í 100 m fjórsundi.

Hann setti íslensk unglingamet í bæði 100 m bringusundi og 200 m bringusundi. Í 100 m bringusundi synti hann á 59,47 sek. og í 200 m bringusundi synti hann á 2.14,24 mín. Gamla unglingametið í 200 m bringusundi átti Jakob Jóhann Sveinsson og var það frá árinu 1999.

Einar var stigahæstur í unglingaflokki og átti næst stigahæsta sundið á Íslandsmeistaramótinu en Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee var stigahæstur.

Í fullorðinsflokki náði Einar Margeir 2. sæti í 200 m bringusundi og 3. sæti í 50 og 100 m bringusundi. Næsta verkefni Einars er keppni á EM í Búkarest með A-landsliði Íslands en mótið fer fram í desember.

Sunna Arnfinnsdóttir.

Sunna Arnfinnsdóttir varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi og 200 m baksundi. Hún varð einnig unglingameistari í 200 m flugsundi og 200 m baksundi. Sunna náði lágmörkum inn í unglingalandslið og NM lágmörkum í 400 m fjórsundi þegar hún synti á 5.00,01 mín.
Hún vann líka silfur í 100 m baksundi og brons í 400 m fjórsundi og 200 m fjórsundi.
Næsta verkefni Sunnu er keppni á NM í Eistlandi í desember.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð unglingameistari í 50 m skriðsundi og 50 m flugsundi.

Í 50 m skriðsundi synti hún sig inn í A-landslið og setti Akranesmet þegar hún synti á 25,69 sek. Gamla metið átti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og var það met sett árið 2003 og var tíminn 25,90 sek. Bjartey varð í 2. sæti í fullorðinsflokki í 50 m skriðsundi og 50 m flugsundi og í 3. sæti í 100 m skriðsundi. Næst á dagskrá hjá Bjarteyju er NM í Eistlandí í desember.

 

Einar Margeir, Guðbjarni, Kristján og Ágúst Júlíusson.

Guðbjarni Sigþórsson varð í 2. sæti í 100 m fjórsundi á 59,41 sek. sem er glæsilegur tími og er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem hann syndir undir einni mínútu í þessu sundi.

Guðbjarni setti nýtt Akranesmet í 200 m skriðsundi þegar hann synti á 1.53,71 mín en gamla metið átti Einar Margeir, 1.54,63 mín.

Kristján Magnússon vann silfur í 50 m skriðsundi í unglingaflokki á 23,82 sek. og brons í 100 m baksundi bæði í fullorðins- og unglingaflokki þegar hann synti á 1.00,29 mín.

Í boðsundum vann ÍA til fjögurra silfurverðlauna, tveggja bronsverðlauna og setti fjögur Akranesmet.

Silfur:
4×100 m skriðsund kk 3.30,11 mín.: Einar Margeir, Guðbjarni, Sindri Andreas og Kristján (Akranesmet).
4×100 m fjórsund kk 3.47,40 mín.: Kristján, Einar Margeir, Ágúst og Guðbjarni (Akranesmet).
4×50 m skriðsund blandað 1.38,96 mín.: Einar Margeir, Kristján, Bjartey, Sunna (Akranesmet).
4×50 m fjórsund blandað 1.50,63 mín.: Bjartey, Einar Margeir, Sunna, Kristján (Akranesmet).

Brons:
4×200 m skriðsund kvk 8.59,03 mín.: Bjartey, Sunna, Viktoria Emilia og Ingibjörg Svava.
4×50 m fjórsund kk 1.48,68 mín.: Kristján, Einar Margeir, Guðbjarni og Víkingur.

Kajus Jatautas átti mjög gott mót en þetta var í fyrsta skipti sem hann náði lágmörkum inn á ÍM.
Kajus bætti sig í öllum þremur sundum; 800 m skriðsundi, 400 m skriðsundi og 100 m skriðsundi.

Víkingur Geirdal var líka á sínu fyrsta ÍM og gerði eins og Kajus og bætti sig í öllum þremur sundum. Hann keppti í 50 m flugsundi, 50 m skriðsundi og 100 m skriðsundi.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir var í mjög góðu formi og synti sig inn í úrslit í 50 m baksundi með frábærri bætingu en hún bætti sig um 1,5 sekúndu í 100 m skriðsundi.

Viktoria Emilia bætti sig í þremur af fimm greinum og átti marga góða boðsundsspretti á mótinu.
Hún bætti sig í 200 m baksundi, 200 m bringusundi og 100 m bringusundi.
Sunna Dís átti glæsilegt 200 m skriðsund þar sem hún bætti sig um fjórar sekúndur og var alveg við sinn besta tíma í 100 m skriðsundi.

Úrslitasund í fullorðinsflokki:

Íslandsmeistarar:
Einar Margeir Ágústsson 100 m fjórsund
Sunna Arnfinnsdóttir 200 m flugsund og 200 m baksund

Silfur:
Einar Margeir Ágústsson 200 m bringusund
Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 m skriðsund, 50 m flugsund
Sunna Arnfinnsdóttir 100 m baksund

Brons:
Einar Margeir Ágústsson 50 m bringusund, 100 m bringusund
Guðbjörg Bjartey 100 m skriðsund
Sunna Arnfinnsdóttir 400 m fjórsund og 200 m fjórsund
Kristján Magnússon 100 m baksund

4. sæti
Kristján Magnússon 50 m skriðsund
6. sæti
Guðbjarni Sigþórsson 200 m skriðsund
7. sæti
Kristján Magnússon 100 m skriðsund
8. sæti:
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 50 m baksund

Verðlaun í flokki unglinga:

Unglingameistarar:

Einar Margeir Ágústsson 100 m fjórsund, 50 m, 100 m og 200 m bringusund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 m skriðsund, 50 m flugsund
Sunna Arnfinnsdóttir 200 m flugsund og 200 m baksund

Silfur:
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 100 m skriðsund
Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund
Sunna Arnfinnsdóttir 100 m baksund
Kristján Magnússon 50 m skriðsund

Brons:
Kristján Magnússon 100 m baksund
Sunna Arnfinnsdóttir 400 m fjórsundi

Akranesmet fullorðinna
Einar Margeir Ágústsson
100 m fjórsund 55,75 sek. Gamla metið átti hann sjálfur 56,63 sek. frá því í október í ár.
100 m bringusund 59,41 sek. Gamla metið átti hann sjálfur 1.00,33 mín. frá því í október í ár.
200 m bringusund 2.14,24 mín. Gamla metið átti hann sjálfur 2.17,49 mín. frá því fyrra.
100 m skriðsund 51,28 sek. Gamla metið átti hann sjálfur 51,53 sek. frá því í september í ár.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir
50 m skriðsund 25,69 sek. Gamla metið átti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá árinu 2003.

Guðbjarni Sigþórsson:
200 m skriðsund 1.53,71 mín. Gamla metið átti Einar Margeir 1.54,63 mín. frá september í ár.

Akranesmet boðsund:
4×100 m skriðsund 3.30,11 mín. Einar Margeir, Guðbjarni, Sindri Andreas og Kristján.
Gamla metið var 3.31,16 mín. sett í fyrra. Metið áttu Einar Margeir, Guðbjarni, Enrique Snær og Kristján.

4×100 m fjórsund 3.47,40 mín. Kristján, Einar Margeir, Ágúst og Guðbjarni.
Gamla metið var 3.53,50 mín. frá því í fyrra. Metið áttu Kristján, Einar Margeir, Enrique Snær og Guðbjarni.

4×50 m skriðsund blandað 1.38,96 mín. Einar Margeir, Kristján, Bjartey, Sunna.
Gamla metið var 1.42,82 mín. frá því í fyrra. Metið áttu Kristján, Einar Margeir, Guðbjörg Bjartey og Ingibjörg Svava.

4×50 m fjórsund blandað 1.50,63 mín. Bjartey, Einar Margeir, Sunna, Kristján.
Gamla metið var 1.54,74 mín. frá því í fyrra. Kristján, Einar Margeir, Guðbjörg Bjartey og Ingibjörg Svava áttu eldra metið.

Akranesmet unglinga:
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir
100 m skriðsund 56,70 sek. Gamla metið átti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir 57,13 sek. frá árinu 2001.