Akranesviti hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok að undanförnu- þar sem að myndband með tónlistarkonunni Bríet hefur farið á flug.
Upptakan er rúmlega þriggja ára gömul – en hún syngur þar lagið Bang Bang eða My Baby Shot Me Down. Rubin Pollock, leikur á gítarinn í þessari upptöku, en hann er gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo.
Söngkonan Cher söng lagið fyrst árið 1966 en Sonny Bono er höfundurinn.
Bríet var á þriðju hæð Akranesvitans þegar upptakan var gerð og Rubin Pollock var á hæðinni þar fyrir neðan.
Fyrir rúmlega viku setti Bríet þessa upptöku á TikTok. Og frá þeim tíma hefur myndbandið fengið um 5 milljón áhorf.
Bríet útskýrir fyrir aðdáendum sínum í nýju TikTok myndbandi hvers vegna hún birti þetta lag – og er það myndband einnig í þessari frétt.
@brietbaby Lighthouse story
♬ original sound - BRIET