Börn og unglingar fá ósk sína uppfyllta með breyttum opnunartíma

Breytingar verða gerðar á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar við Jaðarsbakka – taka breytingarnar gildi frá og með 1. mars 2024.

Frumkvæðið að þessum breytingum má rekja til ályktunar á barnaþingi Akraneskaupstaðar árið 2022. 

Á þinginu kom það fram að börn – og unglingar lögðu mikla áherslu á að lengja opnunartíma sundlaugarinnar við Jaðarsbakka á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar.

Fulltrúi ungmennaráðs talaði einnig fyrir málinu á bæjarstjórnarfundi unga fólksins 15. nóvember 2022.

Skóla – og frístundaráð Akraness samþykkti á fundi sínum 8. nóvember s.l. tillögu frá forstöðumanni íþróttamála – og íþróttamannvirkja.

Frá og með 1. mars 2024 verður opið frá kl. 6:30 á virkum dögum og lokað kl. 22:00 (í stað 6:00-21:00), og um helgar verður opið frá kl. 9.00-19:00 (í stað kl. 9:00 – 18:00).