Á Árgangamóti ÍA í knattspyrnu fer fram vítaspyrnukeppni fyrir börn – og fullorðinna.
Markvörður ÍA, Dino Hodzic, hefur tekið það að sér að verja markið í þessari keppni sem hefur fest sig í sessi sem skemmtileg hefð samhliða Árgangamótinu.
Mjög margir tóku þátt og var skemmtileg stemning á meðan keppnin fór fram.
Almar Berg Ottesen stóð uppi sem sigurvegari í flokki 16 ára og yngri. Almar Berg er aðeins 10 ára og getur keppt í þessum flokki næstu 5 árin til viðbótar.
Jón Vilhelm Ákason sýndi gamla takta í fullorðinsflokknum – og stóð uppi sem sigurvegari.