Pílufélag Akraness sendi tvö lið til keppni á Íslandsmót félagsliða sem fram fór um helgina í Reykjavík.
Þar náði lið PFA fjórða sæti í liðakeppninni – en Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Í tvímenningskeppninni voru þeir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson í miklu stuði og þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Í september s.l. var æfingaaðstöðu Pílufélags Akraness í íþróttahúsinu við Vesturgötu lokað – vegna loftgæðavandamála. Félagið hefur fengið aðstöðu við Mánabraut í húsnæði þar sem að skrifstofur Sementsverksmiðjunnar voru áður.
Efri röð frá vinstri: Magnús Friðriksson, Gunnar H. Ólafsson, Guðjón Magnason, Baldvin Guðmundsson, Sigurður Tómasson. Neðri röð frá vinstri: Steinar Sævarsson, Stefán Bjarki Ólafsson, Sverrir Þór Guðmundsson.
Í tvímenningskeppninni voru þeir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson í miklu stuði og þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.