Frábær árangur hjá kraftlyftingafólki úr röðum ÍA á Íslandsmóti

Íslandsmót unglinga – og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram á Akranesi nýverið. 

Kraftlyftingafélag Akraness var framkvæmdaraðili mótsins en Ægir Gym við Hafnarbraut 8 á Akranesi útvegaði húsnæði undir þetta mót.

Alls tóku 81 keppendur þátt sem er metfjöldi. 

Alls voru sjö keppendur frá Kraftlyftingafélagi Akraness – og voru nokkrir þeirra að stíga sín fyrstu skref í keppni á stóra sviðinu.

Árangur keppenda frá ÍA var frábær, alls 5 gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Og þar að auki eru nokkur Íslandsmet nú í eigu Skagamanna. 

Í klassískum kraftlyftingum er rauði þráðurinn sá að keppt er án búnaðar. Ekki er leyfilegt að nota t.d. hnéhlífar, þrönga lyftingagalla eða lyftingabelti. Keppni í klassískum lyftingum hófst hér á Íslandi árið 2014 þegar byrjað var að skrá Íslandsmet í þessari grein kraftlyftinga.

Drengjaflokkur (14-18 ára):

Hjalti Rafn Kristjánsson fékk bronsverðlaun í – 66 kg flokki.

Hnébeygja: 120 kg

Bekkpressa: 75 kg

Réttstöðulyfta: 115 kg

Samanlagt: 310 kg

Stig: 49,6


Pétur Óliver Einarsson fékk gullverðlaun í -74 kg. flokki.
Hnébeygja: 147,5 kg

Bekkpressa: 100 kg

Réttstöðulyfta: 185 kg

Samanlagt: 432,5 kg

Stig: 63,7

 

Hrafn Hafstað Hrafnsson varð fjórði í -74 kg flokki

Hnébeygja: 112,5 kg

Bekkpressa: 65 kg

Réttstöðulyfta: 142,5 kg

Samanlagt: 320 kg

Stig: 47,9

 

Arnar Gauji Björnsson fékk gullverðlaun í -83 kg flokki og var stigahæstur í drengjaflokki.

Hnébeygja: 185 kg

Bekkpressa: 135 kg Ísl.met í drengjaflokki

Réttstöðulyfta: 221 kg Ísl.met í drengjaflokki

Samanlagt: 541 kg A-lágmark í drengjaflokki

Stig: 78,5 


Unglingaflokkur karla (19-23 ára):


Helgi Jón Sigurðsson fékk gullverðlaun í -105 kg flokki og var stigahæstur í unglingaflokki karla.

 

Hnébeygja: 260,5 kg Ísl.met í ungl.flokki

Bekkpressa: 145 kg

Réttstöðulyfta: 265 kg

Samanlagt: 670,5 kg A- lágmark í ungl.flokki

Stig: 84,3


Öldungaflokkur 2/Masters 2 (50-59 ára):

Halla Rún Friðriksdóttir fékk gullverðlaun í -84 kg kvenna Masters 2 

Hnébeygja: 105 kg

Bekkpressa: 72,5 kg Ísl.met í M2

Réttstöðulyfta: 120 kg

Samanlagt: 297,5 kg

Stig: 58,3

Bjarki Þór Sigurðsson fékk gullverðlaun í -120 kg flokki karla Masters 2

Hnébeygja:  220 kg Ísl.met í M2

Bekkpressa: 135 kg 

Réttstöðulyfta: 245 kg Ísl.met í M2

Samanlagt: 600 kg Ísl.met í M2

Stig: 71,5