Skagamenn skelltu vörninni í lás í góðum sigri gegn Ármenningum

Karlalið ÍA landaði frábærum sigri gegn liði Ármanns í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Skagamenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og varnarleikur liðsins var frábær í 97-67 sigri. 

Liðsheild ÍA var sterk í þessum leik og margir leikmenn komu við sögu í stigaskorun liðsins. 

Aamondae Coleman skoraði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir ÍA en hann lék í mínútur af alls 40. Srdan Stojanovic skoraði 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir ÍA. 

Styrmir Jónasson lék í 16 mínútur en hann lét mikið að sér kveða og skoraði 14 stig – eða rétt tæplega eitt stig á hverri leikmínútu. 

Lucien Christofis skoraði 11 stig, og Aron Dagsson skoraði 9 stig og tók 4 fráköst. Fyrirliðinn Þórður Freyr Jónsson hafði hægt um sig en hann lék í 19 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. 

ÍA er í 7. sæti deildarinnar en það er mjög spennandi keppnin framundan. Næsti leikur ÍA er gegn liði Skallagríms í Borgarnesi á útivelli föstudaginn 1. desember.  

Liðið sem endaði í efsta sæti eftir deildarkeppnina – fer beint upp í Subway deildina, efstu deild. Liðin í sætum 2. -9. leika í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar.