Rekstur Leynis gekk vel á árinu 2023 – metfjöldi nýliða í klúbbnum

Rekstur Golfklúbbsins Leynis gekk vel á starfsárinu 2023 – og var rekstrarafkoma klúbbsins jákvæð um rúmar 18 milljónir kr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir.

Afskriftir rekstrarfjármuna og fjármagnsliðir skila ársreikningi í rúmlega 1.8 milljónum kr. afgangi.

Þetta kemur fram í árskýrslu Leynis sem birt var þann 23. nóvember s.l. 

Rekstrartekjur Leynis námu rétt rúmlega 152 milljónum kr.

Alls eru 733 félagar í Leyni og var umtalsverð fjölgun frá árinu 2022 þegar 650 félagar voru í klúbbnum. Nýliðun á árinu 2023 var góð en 52 nýir félagsmenn gengu í klúbbinn – sem er met. 

Fjaraðildarfélögum frá nærliggjandi sveitarfélögum fjölgaði frá fyrra ári og eru nú 110 en voru 83 á árinu 2022.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að beina þurfi sjónum að fjölgun barna – og unglinga í klúbbnum. Minni aðsókn var hjá börnum á golfleikjanámskeið á árinu 2023 og þessi þróun átti sér einnig stað hjá öðrum íþróttagreinum sem buðu upp á námskeið á Akranesi sumarið 2023. 

Fjöldi leikinna hringja á Garðavelli voru 24.155 – sem er næst mesti fjöldi frá árinu 2014.  Það má teljast góður árangur þar sem að lítið sem ekkert var leikið á vellinum í maí mánuði vegna vallaraðstæðna og veðurs. 

Aðeins 1.667 hringir voru leiknir í maí mánuði sem er um 65% færri hringir en meðaltal maí mánuðar síðustu þriggja ára. Júlí og ágúst voru metmánuðir í spiluðum hringjum – og október var einnig öflugur.